land.is
Hönnunarstaðall

Landgræðslan

Heim » Miðlun » Hönnunarstaðall

Hönnunarstaðall

Í hönnunarstaðli Landgræðslunnar er að finna öll sniðskjöl sem Landgræðslan notar í kynningarskyni. Hugmyndin með hönnunarstaðli er sú að Landgræðslan fái eina stílhreina ásýnd í kynningarefni sínu sem hefur um leið samhæfð, sterk og vel undirbyggð skilaboð.

Hér er m.a. að finna prentgripi og staðlað útlit á hartnær öllu kynningarefni Landgræðslunnar. Undir þetta flokkast allar auglýsingar, bæklingar, merki/ lógó Landgræðslunnar, ritlingar, ritgerðir, litir fræðasviða, skyggnur, glærur, veggspjöld, bréfsefni, nafnspjöld og margt fleira. Mjög einfalt er að hlaða skjölunum niður á einkatölvu og hefja vinnslu með viðkomandi sniðskjal.

 

Bréfsefni

Erindi

Greinargerð/Verkáætlun

Umsagnir

Minnisblöð

Skýrslur

Merki/Logo

Textasnið

Flokkun á útgáfu

A0 veggspjald

Fyrirlestrar

Litir

LANDGRÆÐSLAN

Landgræðslan heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og vinnur samkvæmt lögum um landgræðslu að því að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Ennfremur að fræðslu, leiðbeiningum, rannsóknum, þróunarstarfi o.fl. á þessu sviði. Landgræðslan hét áður Sandgræðsla Íslands og var stofnuð árið 1907.

Lög um landgræðslu 155/2018 voru samþykkt á Alþingi í desember 2018. Markmið laganna er að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Landgræðslan skal og hvetja til almennrar þátttöku í landgræðslu og vinna að þróun starfsins, m.a. með rannsóknum. Stofnunin skal afla upplýsinga um landnýtingu og ástand lands, hafa yfirsýn yfir og eftirlit með framkvæmdum í landgræðslu á landsvísu. Þá skal Landgræðslan hafa umsjón með landgræðslusvæðum. Í ljósi laganna skal vinna landgræðsluáætlun á landsvísu, sem og svæðisáætlanir um landgræðslu. Þá skal stofnunin vinna að vörnum gegn landbroti