land.is
Endurheimt votlendis

Landgræðslan

Heim » Landnýting » Endurheimt votlendis

Votlendi

Votlendi geyma verulegan hluta kolefnisforða jarðar. Þau eru mikilvæg búsvæði plantna, fugla, fiska og smádýra, bæta vatnsbúskap jarðar og geta jafnað vatnsrennsli og þannig minnkað hættu á flóðum, sveiflum í vatnsrennsli og jarðvegsrofi. Þvi er mikilvægt að vernda votlendi og endurheimta röskuð votlendi sem ekki er verið að nýta.

Á mörgum svæðum hefur dregið úr nýtingu framræst lands. Þessum svæðum er kjörið að koma aftur í sitt náttúrulega horf. Með endurheimt votlendis er leitast við að koma vatnsbúskap svæðis sem næst því sem áður var. Í kjölfarið má svo gera ráð fyrir að lífríki færist til fyrra horfs og að jöfnuður gróðurhúsalofttegunda verði jákvæður. Endurheimt votlendis getur aukið útivistargildi svæða, t.d. aukið möguleika til fuglaskoðunar og bætt skilyrði til veiða. Mjög misjafnt er þó hversu vel svæði henta til endurheimtar. Í sumum tilvikum er torsótt að koma vatnsbúskap í fyrra horf.

 

land.is
Landgræðslan

Auglýsir eftir samstarfi við landeigendur

Endurheimt votlendis

PDF Landgræðslan  Endurheimt votlendis. Ársskýrsla 2019

PDF Landgræðslan  Endurheimt votlendis. Ársskýrsla 2018

PDF Landgræðslan  Endurheimt votlendis. Ársskýrsla 2017

PDF Landgræðslan  Endurheimt votlendis. Ársskýrsla 2016

PDF Landgræðslan  Aðgerðaráætlun samráðshóps á vegum umhverfisráðuneytisins

votlendissjodur  Ýmiss fróðleikur um votlendi og endurheimt þess

PDF Landgræðslan  Samningur um endurheimt votlendis

PDF Landgræðslan  Leiðbeiningarrit fyrir framkvæmdaraðila